Beint á efnisyfirlit síðunnar

Kristinn, Dadó og Anton synda í nótt

11.12.2018

í nótt, aðfaranótt fimmtudagsins 13. desember heldur Heimsmeistaramótið í 25m laug áfram.

Á þessum þriðja keppnisdegi synda þrír íslenskir keppendur, þeir Kristinn Þórarinsson, Dadó Fenrir Jasminuson og Anton Sveinn McKee.

Kristinn syndir í fyrstu grein mótshlutans, 100m fjórsundi en hann er skráður í fjórða og síðasta riðil, á 9. braut. Greinin hefst kl. 01:30 á íslenskum tíma. Kristinn fær ekki mikla hvíld því hann syndir svo 50m baksund í undanrásum um 20 mínútum síðar en greinin á að hefjast 01:56 hér heima. Kristinn er í 4 riðli af 5 á braut 0.

Dadó syndir svo sína fyrstu grein á mótinu þegar hann fer 50m skriðsund, sem á að hefjast kl. 02:09. Hann verður í 9. riðli af 13, á braut 8. 

Anton Sveinn syndir 200m bringusund sem er 25.grein mótsins í 3 riðli af 5 200m bringusund hefst kl 03:02 á íslenskum tíma.

Úrslitasíða mótsins

Svo minnum við á að hægt er að fylgjast með hópnum á Instagram: Sundheimurinn

Myndir með frétt

Til baka